Kanilsnúðar

  • 850 g hveiti
  • 100 g sykur
  • 150 g smjörlíki
  • 5 dl volg mjólk
  • 1 tsk salt
  • 50 g pressuger eða 5 tsk þurrger


Volg mjólk sett í hrærivélarskál – þar í 1 tsk sykur og gerið.
Smjörlíkið brætt og þurrefnin viktuð. Þurrefnum og smjörlíki bætt út í þegar gerið er byrjað að freyða í skálinni. Deigið hnoðað látið lyfta sér í 40-60 mín – flatt út, penslað með bræddu smjörlíki og kanilsykri stráð yfir. Skorið niður og snúðarnir bakaðir við 200 – 220° í ca 10 mín.
bland.is