Eplakaka án eggja

Eplakaka án eggja
  • 3 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 dl sykur
  • 1 dl mjólk
  • 50 g smjörlíki
  • 4 epli
  • 1 msk. kanill
  • 2 msk. sykur


Blandið saman öllum þurrefnunum. Bræðið smjörið og blandið því í mjólkina og vætið í með því. Hellið deiginu í smurt mót. Flysjið eplin, skerið kjarnhúsið úr og skerið eplin í báta og leggið ofan á deigið í mótinu, stráið kanilsykri yfir. Bakið kökuna við ca 200 C í ca. 30 35 mín.