Kalkúnafylling

fyrir ca. 4 kg kalkún.

  • 300 gr svínahakk
  • 100 gr sveppir (má sleppa)
  • 1/2 laukur
  • 1 tsk salt
  • 1/4 tsk pipar
  • 1 1/2 tsk kjúklingakrydd
  • 1 tsk timian
  • 1 tsk rosmarin
  • 4 brauðsneiðar, skorpulausar. Bleyttar í mjólk og rifnar niður
  • 2 egg
  • 3 sneiðar beikon, skorið í litla bita
  • 2-3 pylsur skornar í litla bita

Öllu blandað vel saman í skál og svo sett inn í kalkúninn. Afganginn má setja í eldfast mót og baka með (í sirka 2 tíma).
Líka er gott að breiða beikonsneiðar yfir kalkúninn síðasta klukkutímann í ofninum,
það heldur honum mjúkum og gefur gott bragð.