Kjúlli með appelsínum og möndlum

Uppskrift fyrir fjóra:

  • 4 kjúklingabringur
  • 50 gr. möndluflögur
  • 3 appelsínur
  • 2 msk. strásykur
  • Paprikuduft
  • Ólífuolía
  • Salt og nýmalaður svartur pipar

Hitið ólífuolíuna á pönnu, bætið síðan möndlunum út í og steikið þar til þær verða gylltar að lit. Fjarlægið af pönnunni og leggið til hliðar. Kryddið kjúklinginn eftir smekk með salti, pipar og paprikudufti. Setjið síðan út á pönnuna og steikið á báðum hliðum. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 30 mín., eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Á meðan, kreistið safann úr tveimur appelsínum. Skerið þá þriðju í bita, passið að taka alla steina úr. Færið kjúklinginn af pönnunni og í eldfast mót sem hefur verið hitað upp. Setjið appelsínusafann, appelsínubitana og sykurinn út á pönnuna og sjóðið í 2 mín. Hellið blöndunni síðan yfir kjúklinginn. Að lokum stráið möndlunum yfir kjúklinginn og berið fram strax.