Eplabaka með hnetum
- 3 epli
- 100 g rjómaostur
- 4 msk. kanilsykur
- 4 msk. hnetuspænir
- 3 msk. brauðrasp
Afhýðið eplin, kjarnhreinsið, skerið í sneiðar og raðið í álformið. Stráið kanelsykrinum yfir. hrærið út rjómaostinn og setjið yfir eplin. Stráið síðan hnetuspæninum og raspinu yfir og bakið við 170°C í 20 mínútur.
Meðlæti: Berið fram með vanilluis.
You must be logged in to post a comment.