Jógúrtmuffins
- 3 egg
- 2 bollar sykur
- 1 kaffijógúrt
- 220 gr smjörlíki brætt
- 1 tsk vanilludropar
- ½ tsk lyftiduft, rúmlega
- 2 ½ bolli hveiti
- 150 gr súkkulaðispænir eða -bitar
Egg og sykur þeytt. Smjörlíki, jógúrt og dropar settir út í. Þurrefnum hrært varlega saman við.
Bakið 170°c á blæstri í 30 mínútur.
You must be logged in to post a comment.