Grænmetislasagne

  • gulrætur, skornar
  • 1/2 blómkálshöfuð, bitað
  • 1 laukur, skorin í bita
  • 1/2-1 sæt kartafla í þunnum sneiðum
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 dós kókosmjól
  • 1/2-1 dós fetaostur í strimlum (ekki í olíu)
  • rifinn ostur
  • lasagne plötur

Hleypið upp suðunni á blómkálinu og gulrótunum. Steikjið lauk, sætar kartöflur og hvítlauk létt á pönnu og bætið saman við tómötunum. Blanda vel saman því sem var steikt og því sem var soðið. Þá er að raða í eldfastmót, fyrst einu lagi af grænmeti og hella yfir nettri ausu af kókosmjólk, strá þar yfir rifnum feta að smekk og strá svörtum pipar þar yfir. Þá er að setja lasagneplöturnar yfir og endurtaka þetta þar til allt er búið. þá er að enda á lagi af rifnum osti og restinni fetaostinum. Þetta fer í ofninn við 180-200°c í u.þ.b. 50 mín