Hátíðaís
- 4 eggjarauður
- 4 msk sykur
- 1 msk vanillusykur
- 1/2 ltr rjómi
- 50 gr Toblerone súkkulaði
- 50 gr heslihnetur (má sleppa)
Stífþeyta saman eggjarauður og sykur og bæta svo vanillusykri saman við. Stífþeyta rjómann ogh blanda honum varlega við eggjahræruna. Saxa súkkulaði (og hnetur ef eru) og setja í blönduna. Hella blöndunni í 1 líters form og frysta í sólarhring.
Taka þarf ísinn tímanlega úr frysti. Losa ísinn úr forminu þannig: Dýfa forminu augnablik í heitt vatn og hvolfa úr forminu á disk eða fat. Gott að leyfa ísnum að þiðna í 5-10 mín áður en borið er fram.
You must be logged in to post a comment.