Hátíðar humar
- 500 g humar
- 8 stk tómatar
- 3 msk olía
- 2œ dl rjómi
- 2 tsk karrí
- 1 stk hvítlauksrif
- 1 stk lítið salathöfuð, skorið í strimla
- 1 stk rauð paprika, skorin í strimla
- ½ dl koníak
- salt og nýmalaður pipar
- tabascosósa
Dragið humarinn úr skelinni, snöggbrúnið hann í heitri olíu og kryddið með salti og nýmöluðum svörtum pipar. Hellið koníakinu yfir, kveikið í og látið það brenna út. Stráið karríduftinu yfir og bætið mörðum hvítlauknum saman við. Látið þetta krauma um stund og hrærið í á meðan. Hellið rjómanum yfir og hrærið. Bætið tómatbátunum og paprikkustrimlunum saman við. Hitið réttinn að suðu (passið að hann sjóði alls ekki því þá verður humarinn seigur) slökkvið undir og látið réttinn standa í 2-3 mín. Smakkið til með kryddi og tabascosósu og bætið salatinu út í. Borið fram með hvítlauksbrauði og hrísgrjónum.
Spurning um að fara varlega og hafa eldvarnarteppi við höndina.
You must be logged in to post a comment.