Að sjóða pasta
Mikilvægt er að sjóða pasta í sem stærstum potti og í miklu vatni. Er það vegna sterkjunnar sem skilst frá hveitinu við suðu og veldur því að pösturnar límast saman. Þegar vatnið sýður er það saltað, gjarnan með grófu sjávarsalti. Þá er að setja pastað útí pottinn og sjóða á fullum hita. Til að pasta njóti sín er mikilvægast af öllu að ofsjóða það ekki. Pasta verður að vera al dente, nánast seigt undir tönn, til að bragðgæði og réttir eiginleikar haldi sér. Einnig ber að gæta að því að oft þarf pasta styttri suðu en segir til um á pakkanum. Öruggast er að smakka pastað til þegar nokkuð er liðið á suðuna.
Rómarvefurinn.
You must be logged in to post a comment.