Vatnsdeigsbollur

Nú er að bresta á með bolludegi, upplagt að setja hér bollu uppskriftir.

  • 125 g smjörlíki
  • 2 dl vatn
  • 125 g hveiti
  • 3 til 4 egg

Smjörlíki og vatn er soðið saman og hveiti er síðan hrært út í þangað til deigið er samfellt ogþykkt. Takið pott af plötu og kælið deigið svolítið. Deigið er sett í hrærivélarskál og eitt og eittegg síðan hrært saman við. Deigið á ekki að vera of þunnt og er síðan sett á plötu með skeið og hafa þarf gott bil á milli. Deigið dugar í 20 – 24 kökur. Bollurnar eru bakaðar í miðjum ofni við 180 í um það bil 20 mínútur. Munið að opna ekki ofninn meðan á bakstri stendur. Þær þurfa að vera vel bakaðar áður en þær eru teknar út úr ofninum því annars er hætta á að þær falli saman. Bollurnar mega heldur ekki vera of bakaðar því þá verða þær of þurrar. Berið bollurnar fram með sultu og rjóma og bræðið súkkulaði og setjið ofan á bollurnar.