Saltfiskur með ólífum og hvítlauk
- 800 gr útvatnaður saltfiskur
- 1 dl ólífuolía
- 2 stk chilipipar, kjarnhreinsaður og skorin í ræmur
- 100 gr svartar ólífur, heilar, steinlausar
- 5 stk hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar
- 1 msk paprikuduft
- 100 ml hvítvín
- 2 msk söxuð steinselja
Skerið saltfiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr hveiti. Steikið í vel heitri olíunni í 4-5 mínútur, bætið í vel heita olíunna hvítlauknum og chilipiparnum. Steikið þar til léttbrúnt og bætið þá í paprikuduftinu og ólífunum. Að síðustu hellið hvítvíninu útí og látið krauma saman, sjóðheitt stutta stund. Látið fiskinn á fat og hellið sósunni yfir. Stráið steinseljunni yfir. Má setja í ofn rétt áður en rétturinn er borin fram. Þessi réttur er mjög sterkur. Framreiðið með kartöflum og soðnu grænmeti.
You must be logged in to post a comment.