Eplakaka Nornarinnar

  • 3 stór, rauð epli, afhýdd og skorin í báta
  • 2 dl. Haframjöl
  • 1 dl. Kókosmjöl
  • 1 dl. Hveiti
  • 70-100 gr. Smjör
  • Slatti Kanelsykur
  • 200 gr. Ljóst súkkulaði
  • 100 gr. suðusúkkulaði

Möndlur má nota líka og er þeim þá bætt út í um leið og súkkulaðinu. Hafa skal þær smátt saxaðar líka.


Byrjar á því að afhýða eplin, skera þau í bita (ekki mjög smátt þó) og sjóða þau í sykurvatni í 10-15 mín. eða þar til þau eru orðin frekar mjúk.
Á meðan saxarðu súkkulaðið mjög smátt.
Hrærir hveitinu, smjörinu, haframjölinu og kókosmjölinu saman (smjörið skal vera við stofuhita).
Úr því ætti að koma ‘deig’ sem er mjög laust í sér og molnar auðveldlega.
Þegar eplin hafa soðið nóg eru þau sett í eldfast mót og hulin með kanelsykri (eða eftir smekk, mér finnst hann góður svo ég nota mikið).
Blandaðu súkkulaðinu saman við ‘deigið’ og myldu það svo yfir eplin.
Settu eldfasta mótið inn í ofn í svona 10 mínútur á 150° c eða þar til haframjölið er farið að gyllast og súkkulaðið er bráðnað.
Berist fram með rjóma og/eða ís á sólríkum sunnudögum.