Kartöflugratín

Fyrir fólk m/ mjólkuróþol

  • 500 g kartöflur
  • hvítlaukur
  • 150 g bacon
  • 1 egg
  • 3dl Provamel soyja rjómi (fæst í Hagkaup eða Fjarðarkaup)
  • 2 dl Provamel ósykruð soyjamjólk
  • salt og pipar

Steikið baconið þar til stökkt og skerið smátt. Skerið kartöflurnar í sneiðar og dreifið í ofnfast mót. Blandið saman eggi, mjólk, rjóma, hvítlauk og kryddi. Bakið í miðjum ofni við 180°- 200° í ca 40 mínútur eða þar til að þetta er orðið gyllt og kartöflurnar soðnar.