Laxapaté
- 500 gr nýr lax
- 500 gr rækjur
- 500 gr reyktur lax
- 350 gr majonese
- 350 gr sýrður rjómi
- 700 gr þeyttur rjómi
- 25 blöð matarlím
- hvítvín
Ferski laxinn er soðinn kældur og beinhreinsaður. Hann hakkaður ásamt reykta laxinum og rækjunum. Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma og blandið saman við. Þá er matarlímið leyst upp í hvítvíninu og því blandað saman við í lokin er þeytta rjómanum jafnað varlega saman við. Patéið kælt og skorið í sneiðar.
Sósa
- 200 gr majonese
- 200 gr sýrður rjómi
- 3-4 msk þeyttur rjómi
- sítrónusafi eftir smekk
- örlítill sykur
- hvítvín eftir smekk
You must be logged in to post a comment.