Hachala, Arabískur þorskréttur
- smá kúskús
- 1 græn paprika
- 1/2 dolla svartar ólífur
- 1 bakki sveppir
- 2 hvítlauksgeirar
- smjör
- sítróna
- 400 gr þorskur (flök)
- gratínostur
- tómatur
Þorskurinn látinn liggja í sítrónusafa. Kúskúsið eldað eftir leiðbeiningum og olía og sítrónusafi sett út á þegar tilbúið. Paprika steikt í örstutta stund á hægum hita, þar á eftir er sveppum, hvítlauk og ólívum bætt við. Láta malla í smá stund og kúskúsinu svo bætt við. Eins og með annað kúskús, þá er ágætt að bæta smá smjöri við á þessum tímapunkti en það þarf ekki. Kúskúsblöndunni er hellt í fat, þorskurinn steikur og svo lagður yfir kúskúsblönduna. Tómötum er þarnæst raðað ofan á fiskinn og osturinn yfir. Grillað í ofni þangað til osturinn byrjar að brúnast.
1 thought on “Hachala, Arabískur þorskréttur”
You must be logged in to post a comment.
Þetta var alveg rosalega góð máltíð kom skemmtilega á óvart!!