Vatnsdeigsbollur

  • 4 dl. vatn
  • 160 gr. smjör eða smjörlíki
  • ½ tsk. salt
  • 200 gr. hveiti
  • 5 stk. egg


Vatn og smjörlíki er hitað saman í potti að suðu, ekki verra að bræða smjörlíkið örlítið áður, Þá er hveiti og salt er sett saman við og slökkt á hellunni.
Hrærið vel í með sleif þar til all hefur blandast.
Hrærið síðan í með þeytara þar til hún deigið hefur kólnað að mestu.
Eggjum eru bætt út í, eitt og eitt og hrært vel á milli. Hrærið þar til deigið verður jafnt og gott.
Sett á bökunarpappír hafið gott bil á milli Því bollurnar stækka nokkuð við bakstur.
Bakið við 200°C í 25 mín við blástur og 200° í 25-30 mín við yfir og undirhita. Ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur.