Berlínarbollur

  • 40 g smjörlíki
  • 30 g sykur
  • 1 egg
  • 1 dl mjólk
  • 2 tsk. þurrger
  • 250 g hveiti
  • Palmínfeiti

Hrærið smjörlíki og sykur saman í hrærivél og setur eggið saman við. Setjið helming af hveitinu og gerið út í deigið og mjólkin. Deigið er tekið úr hrærivélinni og afgangurinn af hveitinu hnoðaður saman við. Deiginu er skipt í tvær kökur og önnur er flött út og með glasi eru mótaðar kringlóttar kökur.Hálf teskeið af sultu er sett á hverja köku. Hinn helmingur deigsins er flattur út og lagður ofan á. Kökur mótaðar undan glasi ofan á hinar og þá á sultan að vera á milli. Límið brúnir vel saman með gaffli. Látið bollurnar lyfta sér í 10-15 mínútur. Steikið eins og kleinur í heitri fitu og oftast er kökunum velt upp úr sykri á eftir. Sumir strá á þær flórsykri eða setja á þær glassúr.

One thought on “Berlínarbollur

  1. Nornin on

    Og ef þú gerir lengjur en ekki bollur og bakar í ofni á 170° í staðinn fyrir að djúpsteikja, þá verða úr því pylsubrauð 🙂

Leave a Reply